Of strangar reglur um Frístundakortið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun