Skreið í mark í Boston maraþoninu til minningar um fallna félaga | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2019 10:30 Micah Herndon á fjórum fótum á leið í mark. mynd/skjáskot Micah Herndon, fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, skreið á höndum og fótum í mark í Boston maraþoninu eftir að líkaminn gaf sig þegar stutt var eftir en maraþonið fór fram í gær. Herndon, sem er frá Tallmadge í Ohioríki, tók þátt í maraþoninu til minningar um þrjá fallna félaga úr hernum sem að hann kynntist í Afganistan. Hann sagði við blaðið Record-Courier að alltaf þegar að hann er við það að gefast upp endurtekur hann nöfn þremenninganna; Mark Juarez, Matthew Ballard og Rupert Hamer. „Ég hleyp þeim til heiðurs. Þeir eru fallnir frá en ég er hér og ég get hreyft mig. Ég er heppinn að hafa alla útlimi mína. Ég get enn þá gert hluti. Mér líður vel með það eitt að geta hlaupið. Sumir geta það ekki,“ sagði Herndon. Hermaðurinn kom í mark á endanum á þremur klukkustundum og 38 mínútum en um leið og hann skreið yfir endalínuna var honum komið fyrir í hjólastól og honum veitt læknisaðstoð. Herndon hljóp í skóm með nafnspjöldum félaga sinna á. „Ef ég er ekki að hlaupa líður mér eins og ég sé ekki að gera neitt við líf mitt. Ef mér líður eitthvað illa eða ég er alveg búinn á því endurtek ég nöfn félaganna minna. Þeir lentu í mun verri hlutum þannig að ég hleyp fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Micah Herndon. Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Micah Herndon, fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, skreið á höndum og fótum í mark í Boston maraþoninu eftir að líkaminn gaf sig þegar stutt var eftir en maraþonið fór fram í gær. Herndon, sem er frá Tallmadge í Ohioríki, tók þátt í maraþoninu til minningar um þrjá fallna félaga úr hernum sem að hann kynntist í Afganistan. Hann sagði við blaðið Record-Courier að alltaf þegar að hann er við það að gefast upp endurtekur hann nöfn þremenninganna; Mark Juarez, Matthew Ballard og Rupert Hamer. „Ég hleyp þeim til heiðurs. Þeir eru fallnir frá en ég er hér og ég get hreyft mig. Ég er heppinn að hafa alla útlimi mína. Ég get enn þá gert hluti. Mér líður vel með það eitt að geta hlaupið. Sumir geta það ekki,“ sagði Herndon. Hermaðurinn kom í mark á endanum á þremur klukkustundum og 38 mínútum en um leið og hann skreið yfir endalínuna var honum komið fyrir í hjólastól og honum veitt læknisaðstoð. Herndon hljóp í skóm með nafnspjöldum félaga sinna á. „Ef ég er ekki að hlaupa líður mér eins og ég sé ekki að gera neitt við líf mitt. Ef mér líður eitthvað illa eða ég er alveg búinn á því endurtek ég nöfn félaganna minna. Þeir lentu í mun verri hlutum þannig að ég hleyp fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Micah Herndon.
Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira