Hjartað í hverju hverfi er skólinn – líka í Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2019 10:49 Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun