Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Það hefur verið tekist hart á um þriðja orkupakkann en tveir flokkar á þingi, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, leggjast gegn honum. grafík/fréttablaðið Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira