Hætta við að skilja afríska hlaupara útundan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 13:38 Útspil skipuleggjenda hlaupsins vakti mikla athugli. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Bryn Lennon/Getty Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku. Hlaup Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku.
Hlaup Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira