Opið bréf til Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra, Hvals hf Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2019 13:08 Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun