Ósvífni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun