Mesta óánægjan með Sigríði og Bjarna en Lilja vinsælust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 15:29 Flestir eru ánægðir með störf Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira
Flestir eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og mesta óánægjan er með störf Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Maskína birti í dag en það skal tekið fram að Sigríður steig til hliðar stuttu áður en könnun þessi var lögð fyrir Íslendinga. Alls voru 67,6% ánægð með störf Lilju. Á eftir henni kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra en 43,2% voru ánægð með ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þá var einnig nokkuð mikil ánægja með Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og Guðlaug Þór Þórðarson. 34% voru ánægð með Guðmund og tæp 33% ánægð með Guðlaug.Flestir eru ánægðir með Lilju.MaskínaAlmennt meiri ánægja með ríkisstjórnina Almennt eru fleiri ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar núna heldur í lok ársins 2018 þegar ánægja með ráðherra var síðast könnuð. Svarendur voru 848 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 15.-27. mars 2019. Að því er séð verður er mikil óánægja með Sigríði, Kristján Þór og Bjarna en hátt í 66% kváðust óánægð með störf Sigríðar og einungis 13,8% ánægð. Alls var 51,6% óánægð með frammistöðu Bjarna eða meira en helmingur þeirra. 23,4% var í meðallagi ánægt með frammistöðu hans og einungis 25% voru ánægð með hann. Karlar voru ánægðari með frammistöðu Bjarna en konur en þær voru ánægðar með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Rúm 48% aðspurðra voru óánægð með Kristján Þór og einungis 18% ánægð með hann. Munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum Töluverður munur var á viðhorfi til starfa ráðherra eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra. Þannig voru kjósendur Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar, Sigurðar Inga og Ásmundar Einars. Eins reyndust kjósendur Samfylkingarinnar óánægðari en aðrir með störf Sigríðar, Kristjáns Þórs og Guðlaugs Þórs.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sjá meira