Braut gegn stúlku með „afar grófri“ myndsendingu og orðbragði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:19 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira