Íbúar illa settir eftir brunann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 12:12 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu. Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu.
Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10