Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2019 20:00 Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið þurfa á verðhækkunum að halda til að geta haldið áfram rekstri. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira