Telja veiðileyfi Hvals hafa verið útrunnið árið 2018 Sveinn Arnarsson skrifar 20. apríl 2019 08:45 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 voru, að mati dýraverndunarsamtakanna Jarðarvina, ólöglegar vegna þess að veiðileyfi fyrirtækisins var runnið út samkvæmt lögum. Lögmaður samtakanna segir margt í stjórnsýslu hvalveiða sem megi bæta. Jarðarvinir, samtök hér á landi sem berjast gegn hvalveiðum, hafa með atbeina lögfræðinga reynt að komast til botns í stjórnsýslunni á bak við hvalveiðar Íslendinga. Fréttablaðið hefur upp á síðkastið flutt fréttir af því að gögn sem Hval hf. ber að skila til Fiskistofu hafi ekki borist þangað í fimm ár og að Fiskistofa hafi engin þvingunarúrræði til að fá gögnin afhent. Það sem Jarðarvinir benda helst á er að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar er það skilyrði leyfis til veiða að fyrirtæki uppfylli skilyrði til að mega stunda fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í tólf mánuði. „Samkvæmt okkar skilningi þá liggur það beinast við að veiðar Hvals hf. á stórhvelum hafi verið ólöglegar eftir að fyrirtækið lagði niður veiðar á löngum tímum síðastliðið veiðitímabil,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. „Því hefði verið eðlilegast að eftirlitsaðilar hefðu stöðvað veiðar á meðan fyrirtækið endurnýjaði veiðileyfi sín. Vitað er að veiðileyfin voru ekki endurnýjuð og því voru veiðarnar að okkar mati ólöglegar og án leyfis.“ Gustað hefur um fyrirtækið og hvalveiðar þess síðustu misseri. Vitað er að í það minnsta eitt dýr sem Hvalur hf. drap á síðustu vertíð var blendingur langreyðar og steypireyðar. Dýraverndunarsamtök hafa bent á að Hvalur hf. hafi ekki haft leyfi til að veiða steypireyði og því sé líklegt að þar hafi fyrirtækið brotið lög. Stefnt er að því að veiðileyfi til ársins 2023 verði gefin út af hinu opinbera á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki loku fyrir það skotið að engin stórhveli verði veidd hér við land þar sem nægar birgðir eru til af langreyðarkjöti. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15 Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hvalveiðar Hvals hf. árið 2018 voru, að mati dýraverndunarsamtakanna Jarðarvina, ólöglegar vegna þess að veiðileyfi fyrirtækisins var runnið út samkvæmt lögum. Lögmaður samtakanna segir margt í stjórnsýslu hvalveiða sem megi bæta. Jarðarvinir, samtök hér á landi sem berjast gegn hvalveiðum, hafa með atbeina lögfræðinga reynt að komast til botns í stjórnsýslunni á bak við hvalveiðar Íslendinga. Fréttablaðið hefur upp á síðkastið flutt fréttir af því að gögn sem Hval hf. ber að skila til Fiskistofu hafi ekki borist þangað í fimm ár og að Fiskistofa hafi engin þvingunarúrræði til að fá gögnin afhent. Það sem Jarðarvinir benda helst á er að samkvæmt fyrstu grein laga um hvalveiðar er það skilyrði leyfis til veiða að fyrirtæki uppfylli skilyrði til að mega stunda fiskveiðar. Í lögum um stjórn fiskveiða er gerð grein fyrir því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í tólf mánuði. „Samkvæmt okkar skilningi þá liggur það beinast við að veiðar Hvals hf. á stórhvelum hafi verið ólöglegar eftir að fyrirtækið lagði niður veiðar á löngum tímum síðastliðið veiðitímabil,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. „Því hefði verið eðlilegast að eftirlitsaðilar hefðu stöðvað veiðar á meðan fyrirtækið endurnýjaði veiðileyfi sín. Vitað er að veiðileyfin voru ekki endurnýjuð og því voru veiðarnar að okkar mati ólöglegar og án leyfis.“ Gustað hefur um fyrirtækið og hvalveiðar þess síðustu misseri. Vitað er að í það minnsta eitt dýr sem Hvalur hf. drap á síðustu vertíð var blendingur langreyðar og steypireyðar. Dýraverndunarsamtök hafa bent á að Hvalur hf. hafi ekki haft leyfi til að veiða steypireyði og því sé líklegt að þar hafi fyrirtækið brotið lög. Stefnt er að því að veiðileyfi til ársins 2023 verði gefin út af hinu opinbera á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki loku fyrir það skotið að engin stórhveli verði veidd hér við land þar sem nægar birgðir eru til af langreyðarkjöti.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15 Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023. 15. apríl 2019 06:15
Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum. 15. apríl 2019 06:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00