Með barefli inni á skemmtistað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 08:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inn á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira