Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Lilja á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/Ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira