Klárum verkið Ingimundur Gíslason skrifar 2. maí 2019 07:00 Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun