Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 17. maí 2019 15:46 Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira