Læknir á vettvangi rútuslyssins: „Þetta var ekki fögur sýn“ Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2019 23:09 Elín Freyja Hauksdóttir, læknir, á slysstað í dag. Vísir/Jóhann K. Töluvert var um skurði og svöðusár hjá kínversku ferðamönnunum sem voru farþegar rútunnar sem valt á hliðina í Öræfum í dag. Læknir frá Höfn í Hornafirði segir að fólk hafi slasast þegar það dróst eftir malbikinu eða jarðvegi og fögur sýn hafi ekki blasað við á vettvangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir engan í lífshættu. Fjórir slösuðust alvarlega þegar rúta með 32 kínverska ferðamenn valt á Suðurlandsvegi nærri Hofi í Öræfum um klukkan 15:00 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þá alvarlega slösuðu á Landspítalann í Fossvogi í og var komin þangað um klukkan hálf sjö í kvöld. Ákveðið var að senda þrjá til viðbótar til Reykjavíkur. Aðrir voru ýmist fluttir til aðhlynningar á Selfossi eða Akureyri. Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Höfn í Hornafirði, var á meðal viðbragðsaðila sem fóru á slysstað í dag. Hún segir að fólkið í rútunni hafi slasast töluvert. „Það var mikið af lemstruðu fólki. Mjög mikið um óhreinindi í sárum. Mikið af skurðum og svöðusárum þar sem fólk hafði dregist eftir malbiki eða eftir jarðveginum. Mikið af útlimasárum og höfuðblæðingum. Þannig að þetta var ekki fögur sýn,“ segir Elín Freyja. Undir það tekur Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Aðkoman hafi verið óþægileg. Stærsti hluti fólksins í rútunni hafi þó verið lítið slasaður. Honum skiljist að enginn þeirra sem slösuðust séu í lífshættu.Nokkur alvarleg umferðarslys hafa átt sér stað á Suðurlandi undanfarin misseri, þar á meðal í desember þegar tvær konur og ellefu mánaða gömul stúlka létust þegar jeppi þeirra steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn. Elín Freyja segir að auka þurfi umferðaröryggi á svæðinu. Það hafi verið að gerast smátt og smátt en meira þurfi til. Spurð að því hvort nauðsynlegt sé að efla bráðaþjónustu á Suðurlandi í ljósi fjölda ferðafólks sem fer þar um segir hún að horft hafi verið til þess að hafa að minnsta kosti sjúkraflutningamann eða hjúkrunarfræðing í Skaftafelli þar sem þúsundir manna koma daglega. „Hér er næstum hundrað kílómetrar á Höfn og hundrað kílómetrar í Klaustur þannig að við erum langt frá næstu björgun,“ segir hún. Vel gekk að greina fólk og vinna úr málum í slysinu í dag. Elín Freyja segir að því miður séu viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir í þó nokkra æfingu. „Þetta er farið að ganga mjög smurt hjá okkur. Leiðinlegt að segja það en svoleiðis er það að hópurinn er orðinn mjög þéttur á öllu Suðurlandi, vinnu vel saman og þetta gengur mjög vel,“ segir hún. Sveinn Kristján segir lögreglu- og sjúkralið á Suðurlandi sé fámennt og alltaf þurfi að nota sama fólkið í útköll af þessu tagi. „Hér verður að fara að fjölga viðbragðsaðilum,“ segir hann.Rútan valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að.Vísir/Jóhann K. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05 Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Töluvert var um skurði og svöðusár hjá kínversku ferðamönnunum sem voru farþegar rútunnar sem valt á hliðina í Öræfum í dag. Læknir frá Höfn í Hornafirði segir að fólk hafi slasast þegar það dróst eftir malbikinu eða jarðvegi og fögur sýn hafi ekki blasað við á vettvangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir engan í lífshættu. Fjórir slösuðust alvarlega þegar rúta með 32 kínverska ferðamenn valt á Suðurlandsvegi nærri Hofi í Öræfum um klukkan 15:00 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þá alvarlega slösuðu á Landspítalann í Fossvogi í og var komin þangað um klukkan hálf sjö í kvöld. Ákveðið var að senda þrjá til viðbótar til Reykjavíkur. Aðrir voru ýmist fluttir til aðhlynningar á Selfossi eða Akureyri. Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Höfn í Hornafirði, var á meðal viðbragðsaðila sem fóru á slysstað í dag. Hún segir að fólkið í rútunni hafi slasast töluvert. „Það var mikið af lemstruðu fólki. Mjög mikið um óhreinindi í sárum. Mikið af skurðum og svöðusárum þar sem fólk hafði dregist eftir malbiki eða eftir jarðveginum. Mikið af útlimasárum og höfuðblæðingum. Þannig að þetta var ekki fögur sýn,“ segir Elín Freyja. Undir það tekur Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Aðkoman hafi verið óþægileg. Stærsti hluti fólksins í rútunni hafi þó verið lítið slasaður. Honum skiljist að enginn þeirra sem slösuðust séu í lífshættu.Nokkur alvarleg umferðarslys hafa átt sér stað á Suðurlandi undanfarin misseri, þar á meðal í desember þegar tvær konur og ellefu mánaða gömul stúlka létust þegar jeppi þeirra steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn. Elín Freyja segir að auka þurfi umferðaröryggi á svæðinu. Það hafi verið að gerast smátt og smátt en meira þurfi til. Spurð að því hvort nauðsynlegt sé að efla bráðaþjónustu á Suðurlandi í ljósi fjölda ferðafólks sem fer þar um segir hún að horft hafi verið til þess að hafa að minnsta kosti sjúkraflutningamann eða hjúkrunarfræðing í Skaftafelli þar sem þúsundir manna koma daglega. „Hér er næstum hundrað kílómetrar á Höfn og hundrað kílómetrar í Klaustur þannig að við erum langt frá næstu björgun,“ segir hún. Vel gekk að greina fólk og vinna úr málum í slysinu í dag. Elín Freyja segir að því miður séu viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir í þó nokkra æfingu. „Þetta er farið að ganga mjög smurt hjá okkur. Leiðinlegt að segja það en svoleiðis er það að hópurinn er orðinn mjög þéttur á öllu Suðurlandi, vinnu vel saman og þetta gengur mjög vel,“ segir hún. Sveinn Kristján segir lögreglu- og sjúkralið á Suðurlandi sé fámennt og alltaf þurfi að nota sama fólkið í útköll af þessu tagi. „Hér verður að fara að fjölga viðbragðsaðilum,“ segir hann.Rútan valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að.Vísir/Jóhann K.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05 Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01