Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. maí 2019 21:18 Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira