Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 14:19 Þeir hjá Landssambandi veiðifélaga telja leynd um lögfræðiálit SFS til marks um að óeðliega sé að málum staðið hjá atvinnuveganefnd í því sem snýr að frumvarpi um fiskeldi. visir/egill Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira