EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 20:45 Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. Vísir/Vilhelm „Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira