Skjótvirk leið til þess að lækka vexti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun