Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:21 Brúnkuklútaþjófnaðurinn átti sér stað í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira