Orkumarkaður fyrir neytendur Vilhjálmur Árnason skrifar 22. maí 2019 07:00 Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Vilhjálmur Árnason Þriðji orkupakkinn Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Sjá meira
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun