Fyrrum þjálfari Tigers móðgar kvenkylfinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 23:30 Hank Haney. vísir/getty Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni. Núna er US Open hjá konunum í fullum gangi þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda. Haney sagði líklegast að einhver Kóreubúi myndi vinna mótið og sagðist svo ekki geta nefnt fimm konur á mótaröðinni. „Ég get bara sagt að Lee verði sigurvegari. Ekkert fornafn en það er líklegt að einhver með eftirnafnið Lee vinni,“ sagði Haney sem þjálfaði Tiger frá 2004 til 2010. Þessi ummæli þjálfarans féllu í grýttan jarðveg. Þóttu óvönduð og móðgandi. Hann fær því ekki að tjá sig aftur á útvarpsstöðinni. Þjálfarinn hefur beðist afsökunar. Viðurkenndi að hafa verið ónærgætinn er hann ætlaði að leggja áherslu á þá yfirburði sem kóreskar stelpur séu með. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni. Núna er US Open hjá konunum í fullum gangi þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda. Haney sagði líklegast að einhver Kóreubúi myndi vinna mótið og sagðist svo ekki geta nefnt fimm konur á mótaröðinni. „Ég get bara sagt að Lee verði sigurvegari. Ekkert fornafn en það er líklegt að einhver með eftirnafnið Lee vinni,“ sagði Haney sem þjálfaði Tiger frá 2004 til 2010. Þessi ummæli þjálfarans féllu í grýttan jarðveg. Þóttu óvönduð og móðgandi. Hann fær því ekki að tjá sig aftur á útvarpsstöðinni. Þjálfarinn hefur beðist afsökunar. Viðurkenndi að hafa verið ónærgætinn er hann ætlaði að leggja áherslu á þá yfirburði sem kóreskar stelpur séu með.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira