Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 15:43 Áftarparið í dag með ungana sína þrjá. Vísir/KMU. Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér: Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér:
Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16