Líf og fjör um allt land yfir helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:40 Mynd frá tónlistarhátíðinni á Kótelettunni sem fer fram síðar í kvöld. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga. Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði. Búast má við þungri umferð um allt land yfir helgina og í næstu viku. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hvatt ökumenn til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni um helgina og í næstu viku. Ferðamönnum mun fjölga til Vestmannaeyja um helgina en fyrsta Bjórfestival á vegum The Brothers Brewery verður haldið á laugardag, 8. júní. TM mótið verður haldið helgina 13. -15. júní en þar keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu. Kótelettan verður haldin í 10. skiptið á Selfossi um helgina og til að fagna því verður hátíðin þrír dagar en ekki tveir eins og hefur verið síðustu ár. Fjölskyldudagskráin byrjar kl. 13 og verður veltíbíll á svæðinu, Tívolí og margt fleira. Barnaskemmtun mun fara fram kl. 14 en þar munu meðal annars koma fram Íþróttaálfurinn og Solla stirða, Jón Jónsson og Sprite Zero Klan. Ball verður svo haldið í Hvíta húsinu í kvöld en þar munu margir helstu tónlistarmenn Íslands stíga á stokk þar á meðal Eiríkur Hauksson, Herra Hnetusmjör, Á Móti Sól, Sprite Zero Klan og íslenski plötusnúðurinn DJ NOKTO. Tónlistarveislan mun svo halda áfram þar til á mánudags morgun. Búast má við lífi og fjöri á tjaldsvæðum út um allt land um helgina.vísir/ásgeir Skjaldborgarhátíðin í Vesturbyggð verður sett kl. 20:30 í kvöld og verður fram á sunnudagskvöld. Hátíðin heiðrar íslenskar heimildamyndir og verður haldin í þrettánda sinn á Patreksfirði nú um helgina. Ókeypis verður inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar verða í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins. Búist er við að Íslendingar nýti helgina í alls kyns skemmtun, þar á meðal tjald útilegur en í samtali við Vísi sagði Olga Zoega, starfsmaður tjaldsvæðisins í Húsafelli og leiðsögumaður, að mun fleiri Íslendingar væru á ferðinni í ár en í fyrra vegna veðurblíðunnar sem hefur blessað okkur síðustu vikurnar. „Við búum okkur undir stóra helgi, fyrstu góðu helgina enda er rosalega góð veðurspá og Íslendingarnir eru brjálaðir í Húsafell. Hér er góð sundlaug, mikið og gott útivista- og göngusvæði, héðan er farið í jöklaferðir og svo er hraunhellir í næsta nágrenni. Golfvöllurinn er mjög vinsæll og hoppudýnan sem er á svæðinu, krakkarnir eru hoppandi á henni allan sólarhringinn liggur við,“ sagði Olga.
Árborg Sumarlífið Vestmannaeyjar Vesturbyggð Kótelettan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira