ASÍ áréttar að lægsta verðið sé oftast í Bónus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:35 Taflan sem ASÍ telur að hafi valdið misskilningi varðandi könnunina og framkvæmdastjóri Bónuss er ósáttur með. ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, sem einnig birtist á Vísi, þar sem fjallað var um gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á framkvæmd verðlagskönnunar verðlagseftirlits ASÍ. Áréttar sambandið að lægsta vöruverðið samkvæmt könnuninni sé oftast í Bónus. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Marteinsson, gagnrýndi þar verðkörfuna sem birtist í tilkynningu á vef ASÍ um verðlagskönnunina og sagði hana handvalda af ASÍ til þess að fá þá niðurstöðu að karfan væri ekki ódýrust í Bónus. Karfan sem birtist þar er ódýrust í Krónunni og næstódýrust í Fjarðarkaupum. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir fréttaflutninginn rangan. Það sé ekki rétt að Krónan sé með lægsta verðið í könnuninni heldur hafi það staðið skýrum stöfum í tilkynningu könnunarinnar að hæsta verðið væri oftast í 10-11 og það lægsta í Bónus. Að sögn ASÍ kann það hins vegar að hafa valdið misskilningi að í fréttatilkynningunni væri fyrrnefnd tafla birt með nokkrum verðdæmum. Þar væri Krónan örlítið lægri en Bónus. „Í verðkönnuninni allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir,“ segir í tilkynningu ASÍ. Neytendur Tengdar fréttir Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50 Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, sem einnig birtist á Vísi, þar sem fjallað var um gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á framkvæmd verðlagskönnunar verðlagseftirlits ASÍ. Áréttar sambandið að lægsta vöruverðið samkvæmt könnuninni sé oftast í Bónus. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Marteinsson, gagnrýndi þar verðkörfuna sem birtist í tilkynningu á vef ASÍ um verðlagskönnunina og sagði hana handvalda af ASÍ til þess að fá þá niðurstöðu að karfan væri ekki ódýrust í Bónus. Karfan sem birtist þar er ódýrust í Krónunni og næstódýrust í Fjarðarkaupum. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir fréttaflutninginn rangan. Það sé ekki rétt að Krónan sé með lægsta verðið í könnuninni heldur hafi það staðið skýrum stöfum í tilkynningu könnunarinnar að hæsta verðið væri oftast í 10-11 og það lægsta í Bónus. Að sögn ASÍ kann það hins vegar að hafa valdið misskilningi að í fréttatilkynningunni væri fyrrnefnd tafla birt með nokkrum verðdæmum. Þar væri Krónan örlítið lægri en Bónus. „Í verðkönnuninni allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir,“ segir í tilkynningu ASÍ.
Neytendur Tengdar fréttir Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50 Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50
Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15