Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 10:59 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa. Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa.
Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04