Tímamót í stefnumótun ferðaþjónustunnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í ferðaþjónustunni, einum mikilvægasta atvinnuvegi okkar Íslendinga. Eftir gosið í Eyjafjallajökli óttuðust flestir hrun. En gosið reyndist landkynning. Það, ásamt lágu verðlagi í kjölfar bankahrunsins og stórauknu flugframboði, lagði grunninn að margra ára samfelldum ofurvexti greinarinnar. Í dag stöndum við aftur á móti frammi fyrir samdrætti eftir að einn stærsti drifkraftur vaxtarins hvarf af sviðinu. Þegar horft er á þessa þróun í samhengi koma tvö hugtök upp í hugann: Sjálfbærni og jafnvægi. En hugtökin eru innantómir frasar ef ekki eru lagðar skýrar línur um hvað þau merkja. Ég leyfi mér að fullyrða að við séum um þessar mundir að taka tvö stór skref í þá veru. Hið fyrra eru leiðarljós ferðaþjónustunnar til 2030, sem unnin hafa verið í nánu samráði stjórnvalda og greinarinnar. Þau voru kynnt á opnum fundum í vikunni og verða – eins og heitið gefur til kynna – leiðarljós nýrrar heildstæðrar ferðamálastefnu. Hitt skrefið, sem líka var kynnt á þessum opnu fundum, er annar áfanginn í mjög viðamiklu verkefni sem Stjórnstöð ferðamála réðst í að minni tillögu haustið 2017. Þetta er verkefnið „Jafnvægisás“ sem gengur út á að meta þolmörk og afkastagetu okkar hvað varðar umfang ferðamennsku. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu. Skilgreindir voru hátt í 70 mælikvarðar, fundin á þá gildi og það sem meira er: skilgreint hefur verið hvort við séum á grænu, gulu eða rauðu fyrir hvern mælikvarða. Hátt í tvö hundruð manns hafa komið að þessu verkefni undanfarin misseri. Skýrsludrögin um það verða sett í samráðsgátt stjórnvalda á næstu dögum til umsagnar. Sumar niðurstöðurnar koma á óvart en allar fela í sér dýrmætar upplýsingar og leiðbeiningu. Með þessum tveimur tímamótaverkefnum er lagður bæði djúpur og breiður grunnur að stefnumótun og ákvarðanatöku ferðaþjónustunnar til næsta áratugar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun