Fáklæddi Íslandsvinurinn skemmti sér konunglega hér á landi Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2019 12:30 Vel heppnuð ferð hér á landi fyrir einu ári. Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum og vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan er instagramstjarnan Kinsey Wolanski og var hún klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Parið kom sérstaklega til Íslands í júní á síðasta ári til að skoða landið og skella sér á Secret Solstice tónlistarhátíðina.Þau voru í för með plötusnúðnum heimsfræga Steve Aoki sem kom fram á Secret Solstice en Víkingur Arnórsson, framkvæmdarstjóri Secret Solstice aðstoðaði hópinn í ferð sinni um landið. Hópurinn fór á fjórhjólum um Sólheimasand, í River Rafting, Rib Safari í Vestmannaeyjum, í Bláa Lónið og á hestbak. Vitaly Zdorovetskiy er bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega úrslitaleikjum. Alls staðar eru myndir af honum og viðvaranir svo starfsfólk þekki hann við sjón til að hindra að hann komist inn. Fyrir leikinn á laugardaginn náði hann að blekkja öryggisteymi UEFA með því að birta myndir og myndbönd af sér frá Balí svo það leit út fyrir að hann væri ekki nálægt leikvanginum. Svo var ekki. Zdorovetskiy var í dulargervi inni á vellinum og náði að sjá kærustuna hlaupa inn á eins og hann birti á Instagram. Hér að neðan má sjá myndir frá ferð parsins til landsins. Hópurinn sem skemmti sér vel hér á landi fyrir ári síðan.Hent sér niður af brú.Vitaly Zdorovetskiy var á svæðinu.Allt gekk eins og sögu hjá parinu. Íslandsvinir Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Liverpool vann Meistaradeild Evrópu á laugardagskvöldið þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleiknum 2-0. Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum og vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan er instagramstjarnan Kinsey Wolanski og var hún klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Parið kom sérstaklega til Íslands í júní á síðasta ári til að skoða landið og skella sér á Secret Solstice tónlistarhátíðina.Þau voru í för með plötusnúðnum heimsfræga Steve Aoki sem kom fram á Secret Solstice en Víkingur Arnórsson, framkvæmdarstjóri Secret Solstice aðstoðaði hópinn í ferð sinni um landið. Hópurinn fór á fjórhjólum um Sólheimasand, í River Rafting, Rib Safari í Vestmannaeyjum, í Bláa Lónið og á hestbak. Vitaly Zdorovetskiy er bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega úrslitaleikjum. Alls staðar eru myndir af honum og viðvaranir svo starfsfólk þekki hann við sjón til að hindra að hann komist inn. Fyrir leikinn á laugardaginn náði hann að blekkja öryggisteymi UEFA með því að birta myndir og myndbönd af sér frá Balí svo það leit út fyrir að hann væri ekki nálægt leikvanginum. Svo var ekki. Zdorovetskiy var í dulargervi inni á vellinum og náði að sjá kærustuna hlaupa inn á eins og hann birti á Instagram. Hér að neðan má sjá myndir frá ferð parsins til landsins. Hópurinn sem skemmti sér vel hér á landi fyrir ári síðan.Hent sér niður af brú.Vitaly Zdorovetskiy var á svæðinu.Allt gekk eins og sögu hjá parinu.
Íslandsvinir Secret Solstice Tengdar fréttir Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. 1. júní 2019 20:25