Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2019 22:51 Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kötlu á Höfðabrekku, austan Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59
Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14