Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2019 06:45 Fjöldi þingmanna bíður enn svara við fyrirspurnum nú þegar þingi fer að ljúka. Fréttablaðið/Anton Brink Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Á annað hundrað fyrirspurnum alþingismanna til ráðherra er enn ósvarað nú þegar þingið er á lokametrunum. Fyrirspurnum sem beint er til ráðherra með beiðni um skriflegt svar ber að svara innan tíu virkra daga. Margar fyrirspurnanna sem enn er ósvarað eru frá fyrstu vikum ársins og nokkrar frá því fyrir áramót. Fyrirspurnir sem ekki hefur verið svarað falla niður við þinglok og þingmenn þurfa að leggja þær aftur fram í upphafi nýs þings vilji þeir enn fá svör við spurningum sínum. Fyrirspurnaþunginn er mjög mismikill eftir ráðuneytum. Fjármála- og efnahagsráðherra á flestum fyrirspurnum enn ósvarað, alls 29. Sú elsta er frá því í september á síðasta ári frá Óla Birni Kárasyni um breytingar á sköttum og gjöldum. Tuttugu fyrirspurnir bíða menntamálaráðherra. Tvær eru frá því í fyrra. Sú eldri einnig frá Óla Birni Kárasyni um ríkisútvarpið og þjónustusamninga. Hún var lögð fram í september. Hjá dómsmálaráðherra bíða 19 fyrirspurnir svara. Þær elstu frá því í mars. Meðal þeirra er fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs og fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fjórtán fyrirspurnir liggja ósvaraðar hjá heilbrigðisráðherra. Þar eru hins vegar ekki eins gamlar syndir og víða annars staðar. Elstu fyrirspurnirnar eru dagsettar í apríl. Elstu fyrirspurnirnar sem bíða á borði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru frá því í mars á þessu ári. Þær eru frá Ingu Sæland og varða allar fiskeldi; um rekstrarleyfi, sjókvíaeldi og laxalús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira