Banna beinar textalýsingar úr dómsal Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:56 Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. Vísir/Hanna Andrésdóttir Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt. Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag mótatkvæðalaust frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð einkamála, sakamála og fleiri laga. Breytingarnar fela meðal annars í sér að óheimilt verði að senda samtímaendursögn af skýrslutökum úr dómsal nema með sérstakri undanþágu frá dómara. Í upphaflegu frumvarpi átti að útiloka samtímaendursögn af skýrslutökum. Sú breyting var hins vegar gerð á frumvarpinu að í staðinn fyrir að banna samtímaendursögn á meðan þinghaldi stæði var umfjöllun takmörkuð við þann tíma sem sakborningur eða vitni gefa skýrslu í dómsal. Samkvæmt því geta fjölmiðlar ekki greint frá atburðarás í beinni textalýsingu en þó gert upp vitnisburð hvers og eins sakbornings eða vitnis fyrir dómi. Áfram verður óheimilt að hljóðrita og ljósmynda úr dómsal á meðan þinghald fer fram. Þingmenn samþykktu breytingarnar með 47 atkvæðum en þingflokkur Pírata sat hjá. Rökin sem gefin eru fyrir banninu er að treysta réttaröryggi með vísan til 3. mgr. 56. laga um meðferð einkamála sem kveður á um að hvert vitni skuli að jafnaði prófa sér án þess að önnur vitni hlýði á. „Ákvæðinu er ætlað að tryggja að framburður vitnis í dómsmáli mengist ekki af framburði annarra vitna sem þegar hafa gefið skýrslu þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu dómsmáls. Þessi varúðarregla hefur augljóslega engin áhrif ef vitni geta fylgst með skýrslugjöf annarra vitna í beinni útsendingu utan dómsals. Ástæða þess að nauðsynlegt þykir að víkka gildissvið slíks banns er jafnframt tilkoma ýmiss konar nýrrar fjarskiptatækni sem gerir þeim sem viðstaddir eru þinghöld mögulegt að senda út til smærri eða stærri hóps manna það sem fram fer í dómsal.“ Minnihlutinn í allsherjar- og menntanefnd lagði til breytingatillögu á frumvarpinu sem hefði gert heimilt að hljóðrita og taka myndir í þinghaldi. Jafnframt væri heimilt að streyma hljóði og mynd úr þinghaldi og greina frá því sem sakborningur og vitni skýra frá við skýrslutöku á meðan á henni stæði. Dómari gæti þó bannað framangreint ef sérstaklega stæði á hætta væri á réttarspjöllum. „Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi þrátt fyrir bann dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um bann dómara við birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum,“ sagði í breytingartillögunni sem var ekki samþykkt.
Alþingi Dómstólar Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira