Lagt til að ævintýrakonan Ída Jónasdóttir fái ríkisborgararétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 11:33 Reikna má með 32 nýjum íslenskum ríkisborgurum innan tíðar. vísir/vilhelm Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira