Tiger vill berjast um risatitla næstu tíu árin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2019 12:00 Tiger á æfingu fyrir helgina. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods, sem hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum, vonast til þess að hann geti spilað í tíu ár til viðbótar og unnið fleiri risatitla. Tiger verður á meðal keppenda á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun en hinn 43 ára gamli Tiger batt enda á ellefu ára eyðimerkurgöngu með sigri á Masters í apríl. Þessi magnaði kylfingur hefur gengið í gegnum margt og mikið undanfarin ár en hann vonast til þess að hann sé kominn á beinu brautina. Hann vonast til að geta spilað næstu tíu árin.Tiger Woods thinks he can keep winning majors for another '10 years' More here https://t.co/jiK6kN1tY8pic.twitter.com/xgI5r7PDL8 — BBC Sport (@BBCSport) June 12, 2019 „Hugsanlega ef ég spila áfram í tíu ár, þá næ ég 40 risamótum. Spurningin er hvort að ég get haldið mér heilsuhraustum og sterkum eftir allt það sem líkami minn hefur gengið í gegnum,“ sagði Woods við blaðamenn í gær. „Þar þarf ég hjálp frá þjálfurum mínum og sjúkraþjálfurum og vonandi gengur það eftir,“ en Woods hefur verið í fínu formi það sem af er þessu ári og spilað gott golf. „Í þessari viku líður mér eins og ég sé að þokast í rétta átt. Ég þarf einn dag í viðbót til þess að gera mig tilbúinn.“ Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods, sem hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum, vonast til þess að hann geti spilað í tíu ár til viðbótar og unnið fleiri risatitla. Tiger verður á meðal keppenda á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun en hinn 43 ára gamli Tiger batt enda á ellefu ára eyðimerkurgöngu með sigri á Masters í apríl. Þessi magnaði kylfingur hefur gengið í gegnum margt og mikið undanfarin ár en hann vonast til þess að hann sé kominn á beinu brautina. Hann vonast til að geta spilað næstu tíu árin.Tiger Woods thinks he can keep winning majors for another '10 years' More here https://t.co/jiK6kN1tY8pic.twitter.com/xgI5r7PDL8 — BBC Sport (@BBCSport) June 12, 2019 „Hugsanlega ef ég spila áfram í tíu ár, þá næ ég 40 risamótum. Spurningin er hvort að ég get haldið mér heilsuhraustum og sterkum eftir allt það sem líkami minn hefur gengið í gegnum,“ sagði Woods við blaðamenn í gær. „Þar þarf ég hjálp frá þjálfurum mínum og sjúkraþjálfurum og vonandi gengur það eftir,“ en Woods hefur verið í fínu formi það sem af er þessu ári og spilað gott golf. „Í þessari viku líður mér eins og ég sé að þokast í rétta átt. Ég þarf einn dag í viðbót til þess að gera mig tilbúinn.“
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira