Inni í tjaldi Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júní 2019 07:45 Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar