Pósturinn Páll Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar