Núvitund Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 27. júní 2019 13:16 Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun