Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Þórir Garðarsson skrifar 27. júní 2019 10:07 Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar