Þetta eru félögin sem eiga möguleika á að fá Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2019 18:30 Kawhi Leonard í leik á móti Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA 2019. Getty/Kyle Terada-Pool Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kawhi Leonard er eftirsóttasti leikmaðurinn á leikmannamarkaði NBA í sumar enda nýbúinn að leiða Toronto Raptors liðið til sigurs í NBA-deildinni. Leonard er með lausan samning og getur því samið við það lið sem hann vill. Svo gæti farið að Toronto Raptors hafi hann bara í eitt tímabil. Toronto Raptors getur boðið Kawhi hæsta samninginn en það hefur lengi verið talað um að Leonard vilji helst spila í Los Angeles. Nú eru fleiri lið hins vegar á borðinu. Bandarískir fjölmiðlamenn eru að sjálfsögðu mikið að velta fyrir sér næstu skrefum Kawhi Leonard og í gær skýrðist betur við hvaða félög þessi öflugi leikmaður ætlar að tala við. Nýjustu fréttirnar eru nefnilega að Kawhi Leonard vilji ekkert heyra í fulltrúum Dallas Mavericks liðsins. Hér fyrir neðan má sjá menn ræða næstu skref í Undisputed þætti Skip og Shannon á Fox Sports 1."I'm told this morning Kawhi is not meeting with the Dallas Mavericks. I don't know where that's coming from, but I think he'll meet with the New York teams, he'll meet with the LA area teams and possibly Philadelphia. ... Toronto is in danger of losing him." —@Chris_Broussardpic.twitter.com/ZAmQZRlmo6 — UNDISPUTED (@undisputed) June 25, 2019Chris Broussard er á kafi í þessum málum og fór betur yfir það sem hann hefur heyrt af áætlunum Kawhi Leonard í næstu viku. Samkvæmt því ætlar Kawhi Leonard að ræða við New York Knicks, bæði Los Angeles liðin og mögulega Philadelphia 76ers. Samkvæmt Broussard eru töluverðar líkur á því að Leonard fari frá Toronto Raptors. Kawhi Leonard er enn bara 27 ára gamall og hann hefur þegar unnið NBA-titilinn með tveimur félögum, San Antonio Spurs (2014) og Toronto Raptors (2019) en í bæði skiptin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard skoraði 30,5 stig að meðaltali í leik með Toronto Raptors í úrslitakeppninni í ár og á ferlinum hefur hann skorað mun fleiri stig í leik í úrslitakeppni (19,6) heldur en í deildarkeppni (13,3). Það fer því ekkert á milli mála að kappinn kann vel við sig á stærsta sviðinu.The Lakers have believed for weeks -- even before they acquired Anthony Davis -- that they would factor into the Kawhi Leonard chase. This has been widely billed as a two-team race between the Clippers and Toronto, but the Lakers' chance to hush their skeptics is fast approaching — Marc Stein (@TheSteinLine) June 25, 2019
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira