Ákæra fyrir grófa hótun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 07:00 Bensínbrúsa var kastað að húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. Í ákærunni kemur fram að fyrr þann sama dag hafði maðurinn hótað ótilgreindum starfsmönnum stofnunarinnar líkamsmeiðingum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir valdstjórnarbrot vegna tveggja tölvupósta sem hann sendi á vinnunetfang sama nafngreinda starfsmanns Tryggingastofnunar í febrúar síðastliðnum. Í fyrri póstinum var orðsending til starfsmannsins um að hann þyrfti að heimsækja fjölskyldu hennar aftur auk óljósrar hótunar um að siga nafngreindum alþingismanni á hana í því skyni að nauðga henni. Í síðari póstinum sem sendur var degi síðar segir maðurinn að konan og dætur hennar eigi skilið að vera stungnar með skítugri sprautunál. Hann hati þær og viti hvar þær búi. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum en við húsleit fundust 10 haglaskot í náttborði mannsins, sem hefur ekki skotvopnaleyfi. Ákæran er gefin út af héraðssaksóknara.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. Í ákærunni kemur fram að fyrr þann sama dag hafði maðurinn hótað ótilgreindum starfsmönnum stofnunarinnar líkamsmeiðingum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir valdstjórnarbrot vegna tveggja tölvupósta sem hann sendi á vinnunetfang sama nafngreinda starfsmanns Tryggingastofnunar í febrúar síðastliðnum. Í fyrri póstinum var orðsending til starfsmannsins um að hann þyrfti að heimsækja fjölskyldu hennar aftur auk óljósrar hótunar um að siga nafngreindum alþingismanni á hana í því skyni að nauðga henni. Í síðari póstinum sem sendur var degi síðar segir maðurinn að konan og dætur hennar eigi skilið að vera stungnar með skítugri sprautunál. Hann hati þær og viti hvar þær búi. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum en við húsleit fundust 10 haglaskot í náttborði mannsins, sem hefur ekki skotvopnaleyfi. Ákæran er gefin út af héraðssaksóknara.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira