Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:57 Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja fjárhagslega fyrir kærendur kynferðisbrota og ofbeldis. Karolinafund/málfrelsissjóður Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér. Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. Sjóðurinn var stofnaður af Helgu Þóreyju Jónsdóttur, Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Ýri Atladóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Söfnunin mun standa yfir þar til 22. júlí næstkomandi og er markmiðið að safna 20.000 evrum eða sem nemur 2,9 milljónum íslenskra króna. Fram kemur á síðu sjóðsins að í nýföllnum héraðsdómum í tengslum við Hlíðamálið svokallaða hafi meðalupphæð miskabóta til handa hvorum manni um sig verið 185.000 kr. og ofan á það bætist svo málsvarnarlaun og dráttarvextir sem geta verið allt að 700.000 krónur að meðaltali. Þar að auki leggi þær konur mannorð sitt að veði sem taki þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldi og að öllum brögðum sé beitt til að draga úr trúverðugleika þeirra, gera lítið úr frásögnum og upplifunum. „Ótal dæmi sýna að það hallar á friðhelgi kvenna og jaðarsettra hópa í íslensku réttarkerfi, þar sem kærur um ofbeldi og nauðganir eru látnar niður falla og þeir fáu dómar sem falla eru vægir og oft skilorðsbundnir,“ segir á vefsíðu söfnunarinnar. „Konur sem neita að láta slíkt yfir sig ganga og tjá sig um óréttlætið sem viðgengst eiga á hættu á að vera kærðar fyrir meiðyrði og dæmdar til skaðabóta. Þannig er mikilvæg gagnrýni á kerfið og fordæmd sem lögleysa og látið sem „dómstóll götunnar“ vilji hrifsa til sín völd. Það er mikilvægt að þær sem tala um reynslu sína eða styðja þolendur séu ekki þaggaðar niður með þessum máta,“ kemur fram á síðunni. Markmið sjóðsins er að geta staðið undir málsvarnarlaunum og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða vegna umræðna um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Á síðunni er fólk hvatt til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að styðja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og byggja upp samstöðu með þolendum og þeim sem tala þeirra máli á opinberum vettvangi. Vonin aukist um að réttarkerfið neyðist til að endurskoða hvernig á málum sé tekið sem varða kynbundið ofbeldi og nauðganir. Hægt er að skoða sjóðinn nánar hér.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira