Fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa 90 kílómetra Sólrún Freyja Sen skrifar 9. júlí 2019 06:45 Erla Bolladóttir segir að maður verði að þrá það meira en allt að komast í mark. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Erla Bolladóttir er mikil hlaupakona. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa Comrades-maraþonið sem er 90 kílómetra langhlaup. Samtals hljóp Erla tólf maraþon á rúmum tveimur áratugum ævinnar. Hún segir að áhuginn á hlaupum hafi kviknað árið 1990, um svipað leyti og hún hætti að reykja. Fyrir þann tíma datt Erlu aldrei í hug að hún myndi fara að hlaupa og hafði ekki minnsta áhuga á því. Skyndilega greip hana einhver árátta fyrir hlaupunum án þess að hún geti útskýrt nákvæmlega hvers vegna.Brýst í gegnum eigin múra „Ég sá einhvern í Grafarvoginum úti að hlaupa í rigningarsuddanum og það var allt einhvern veginn svo ömurlegt í kringum hlaupið. Allt í einu langaði mig að vera þar. Sem er alveg fáránlegt. Ég ákvað að prófa að hlaupa einn hring sem var 3,3 kílómetrar að lengd eins og ég komst seinna að. Ég hélt ég myndi deyja. Ég ætlaði aldrei að hlaupa aftur. En næsta dag fannst mér ég verða að prófa þetta aftur. Ég get ekki útskýrt af hverju því mig langaði það ekki en samt fannst mér ég einhvern veginn verða að gera það.“ Fyrsti og stærsti áfangasigurinn var að hlaupa þessa 3,3 kílómetra án þess að stoppa. Eftir það varð ekki aftur snúið. Að sögn Erlu jafnast ekkert á við lífsgleðina sem fylgir hlaupunum. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni, hún er algjörlega himnesk. Maður er að sigra sjálfan sig og að brjótast í gegnum eigin múra. Ég stækka innra með mér í hvert skipti sem ég kemst í markið. Ég hleyp alein í einhverri bólu og þegar ég er búin að hlaupa í langan tíma þá breytist hugarstarfsemin. Ég fer úr því að hugsa og meira í að sjá og skilja í einhvers konar hugleiðsluástandi. Ég hef oft leyst einhvern vanda með því að fara út að hlaupa, þá sé ég bara hvað ég þarf að gera og hvernig er hægt að leysa eitthvað sem þarf á lausn að halda. Ég hef aldrei náð því jafn vel eins og þegar ég er búin að vera lengi úti að hlaupa.“ Ákveðin sálarrækt Það jafnast ekkert á við vímuástandið sem fylgir því að sigrast á sjálfum sér. „Maður fer í vímu þegar maður er búinn að hlaupa í einhverja klukkutíma. Maður er í breyttu ástandi sem er ofboðslega gott og heilbrigt. Manni finnst maður geta allt. Það er ekkert sem kemst í líkingu við það.“ Erla segir að hún finni ekki fyrir þessari tilfinningu við hlaup á hlaupabretti, eina sameiginlega með hlaupi í líkamsrækt og úti í víðáttunni sé líkamshreyfingin en ekkert annað. „Ég hef prófað það einu sinni og fékk nákvæmlega ekkert út úr því. Þú færð ekki sömu upplifun og að hlaupa undir berum himni með næstum ofskammti af súrefni. Það er miklu heilnæmara og áhrifameira fyrir sálina. Það er eiginlega ákveðin sálarrækt.“Oft hefur Erla leyst einhvern persónulegan vanda á hlaupunum.FRÉTTABLAÐIÐ/Anton BrinkÁrið 1993 flutti Erla til Suður-Afríku og bjó þar í fimm ár. Þar í landi eru hlaup alla daga vikunnar einhvers staðar að sögn Erlu. „Suður-Afríka er land langhlauparans. Þá fór ég að hlaupa hálfmaraþon út um allt, ég hef hlaupið alveg marga tugi af hálfum maraþonum.“ Það er eflaust öðruvísi upplifun að hlaupa í víðáttumiklum eyðimörkum Suður-Afríku og í íslenskri náttúru. Sjálf segist Erla aldrei hafa verið upptekin af sjónrænu útliti og náttúrufegurð. „Ég er miklu meira fyrir stemninguna. Eitthvert ákveðið andrúmsloft í hlaupinu. Það hljómar kannski skringilega en ég elska mest að hlaupa þar sem er mikil auðn. Þar sem ekkert er.“ Í Suður-Afríku hljóp Erla mestmegnis í dreifbýlinu þar sem ekkert var nema einstaka runni. Erla segist þar að auki eiga erfitt með að blanda félagslífi og hlaupum saman og kýs helst vera ein. „Ég elska að hlaupa þar sem er vítt í allar áttir og enginn nema ég. Ég vil síður hlaupa þar sem eitthvað er nálægt mér eins og gróður eða fólk.“Óttaðist ekki hýenurnar Í auðninni í Suður-Afríku þar sem Erla hljóp reglulega dvöldust hýenur í stórum hópum. Þó þær geti verið mjög hættulegar segir Erla að sér hafi aldrei stafað ógn af þeim. „Ég sá þær og þær fylgdust með mér, en þær komu aldrei nálægt mér. Það voru margir rosalega hræddir við þær og allir sögðu að ég væri kolrugluð að hlaupa á þessu svæði.“ Fyrir utan það voru fátækrabúðir fyrir nokkur þúsund manns sem bjuggu í pappakössum í auðninni þar sem var mikið um læti og glæpi. Erlu var sagt að hún væri að stofna lífi sínu í hættu með því að hlaupa þarna fram hjá, en eins og með hýenurnar segist Erla aldrei hafa verið hrædd. „Ég hljóp þarna fram hjá á hverjum degi og vinkaði.“ Seinna átti Erla eftir að rekast á fólk úr þessum búðum sem sagði henni að hún hafi verið þekkt sem „the crazy white lady“ eða klikkaða hvíta konan. „Ég hljóp alltaf alein þarna fram hjá og líka þegar það var komið myrkur. En ég held ég hafi öðlast einhverja samkennd meðal þeirra sem bjuggu þarna því ég sýndi þeim að ég væri ekkert hrædd við þau.“ Á hlaupunum átti Erla eftir að eignast vin sem bjó í búðunum. Einn daginn lenti hún í því að maður kom hlaupandi á eftir henni. „Fyrst var ég hrædd um að nú ætti loksins að fara að gera mér eitthvað. En hann byrjaði að hlaupa með mér. Hann hafði aldrei stundað nein hlaup og var forvitinn, fór að tala við mig og spurði mig hvort hann mætti hlaupa áfram mér við hlið. Ég hélt það nú. Seinna keypti ég aðgang handa honum í einhver maraþon.“Hér er Erla rétt hjá fátækrabúðunum sem hún hljóp daglega framhjá.Hljóp í tæpan hálfan sólarhring Það var enn snemma á hlaupaferlinum þegar Erla meiddist á hásin. „Ég gætti ekki alveg að álaginu, fór að bólgna í kringum hásin og var illa stödd með það. Þá hélt ég að ég myndi aldrei geta hlaupið aftur. Eftir að ég lauk meðferð við hálsvöðvunum spurði ég lækninn hvort ég gæti einhvern tímann hlaupið aftur. Þá brosti læknirinn við og sagði að ég gæti þess vegna hlaupið Comrades-maraþonið ef ég vildi.“ Við þessu rak Erla upp stór augu. Comrades-maraþonið er 90 kílómetra langhlaup sem krefst strangrar þjálfunar og viðurkenningar áður en þátttakendur geta skráð sig. Meðal hlaupara hafði Erla oft heyrt talað um Comrades-maraþonið, en fyrst um sinn hugsaði hún sér ekki að leggja í það. „Ég átti vin sem hafði hlaupið Comrades-maraþonið 15 ár í röð. Hann var rosalegur hlaupari og stakk upp á þessu við mig. Þennan dag þá var einhverju fræi sáð og hugmyndin lét mig ekki í friði. Á endanum byrjaði ég að æfa markvisst til að geta hlaupið þessa 90 kílómetra.“Þessi mynd er tekin þegar Erla hljóp Comrades-hlaupið sem hún kláraði á tæpum sólarhring.Erla varði 18 mánuðum í að þjálfa sig fyrir hlaupið. Til þess er meðal annars krafist að hlaupa þrjú, valin maraþon og ná að hlaupa maraþon á innan við fjórum og hálfri klukkustund. Hún náði á endanum að hlaupa maraþon á innan við fjórum tímum „Ég vissi ekki hvort ég myndi hafa þetta, það var svo erfitt.“ Það var svo árið 1997 sem Erla hljóp fyrst íslenskra kvenna Comrades-hlaupið á tíu og hálfri klukkustund. Veggurinn er engin mýta Aðspurð hvort hún haldi að allir geti hlaupið langhlaup segist hún ekki trúa því heldur vita að allir geti gert það. „Ef mann langar það nógu mikið. Mann verður að langa nógu mikið að komast í markið því það er alls konar mótlæti á leiðinni. Þegar maður hleypur í fjóra klukkustundir eða lengur, ég tala nú ekki um í tíu og hálfa klukkustund eins og ég gerði, þá lendir maður á þessum fræga vegg. Hann er engin mýta. Hugurinn segir þér bara að gleyma þessu. Þannig að maður þarf að þrá það meira en allt að komast í mark. Það er það eina sem maður þarf.“ Óþarfi að keppast Á hlaupaferlinum hefur Erla lært að fyrir henni snýst hlaupið ekki um að vinna titla eða að klára á ákveðnum tíma. Hún hafi reynt eftir hvatningu annarra að bæta hraðann, „en þá fannst mér þetta ekki lengur gott og gaman. Þannig að ég hætti að reyna það.“ Fyrir Erlu snúast hlaupin um úthaldið. „Það að geta verið lengi úti að hlaupa. Æfingarprógrammið fyrir Comrades-hlaupið snerist ekki um hraða heldur hversu marga klukkutíma ég gat hlaupið í einu.“ Erlu finnst keppnisskap áberandi meðal íslenskra hlaupara. „Kannski af því að við erum fámenn þjóð og þekkjum hvert annað, ég veit það ekki.“ Erla segir við þá sem eru ekki að keppa um efstu sætin eða eru aftarlega í hlaupinu að reyna að njóta þess að hlaupa. „Ef þú ert að hlaupa langhlaup, sem er mikið þrekvirki, gleymdu öllum samanburði við aðra. Helst að hlaupa bara á þeim hraða þar sem maður getur haldið uppi samræðum og tempra hlaupið þannig að maður komi sterkur í markið. Ekki klára hlaupið alveg í rústi.“ Sjálf skoðaði hún yfirleitt markið í því hlaupi sem hún ætlaði að taka þátt í áður en hlaupið hófst, til að geta séð sjálfa sig fyrir sér koma sterka og brosandi í mark. Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Erla Bolladóttir er mikil hlaupakona. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa Comrades-maraþonið sem er 90 kílómetra langhlaup. Samtals hljóp Erla tólf maraþon á rúmum tveimur áratugum ævinnar. Hún segir að áhuginn á hlaupum hafi kviknað árið 1990, um svipað leyti og hún hætti að reykja. Fyrir þann tíma datt Erlu aldrei í hug að hún myndi fara að hlaupa og hafði ekki minnsta áhuga á því. Skyndilega greip hana einhver árátta fyrir hlaupunum án þess að hún geti útskýrt nákvæmlega hvers vegna.Brýst í gegnum eigin múra „Ég sá einhvern í Grafarvoginum úti að hlaupa í rigningarsuddanum og það var allt einhvern veginn svo ömurlegt í kringum hlaupið. Allt í einu langaði mig að vera þar. Sem er alveg fáránlegt. Ég ákvað að prófa að hlaupa einn hring sem var 3,3 kílómetrar að lengd eins og ég komst seinna að. Ég hélt ég myndi deyja. Ég ætlaði aldrei að hlaupa aftur. En næsta dag fannst mér ég verða að prófa þetta aftur. Ég get ekki útskýrt af hverju því mig langaði það ekki en samt fannst mér ég einhvern veginn verða að gera það.“ Fyrsti og stærsti áfangasigurinn var að hlaupa þessa 3,3 kílómetra án þess að stoppa. Eftir það varð ekki aftur snúið. Að sögn Erlu jafnast ekkert á við lífsgleðina sem fylgir hlaupunum. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni, hún er algjörlega himnesk. Maður er að sigra sjálfan sig og að brjótast í gegnum eigin múra. Ég stækka innra með mér í hvert skipti sem ég kemst í markið. Ég hleyp alein í einhverri bólu og þegar ég er búin að hlaupa í langan tíma þá breytist hugarstarfsemin. Ég fer úr því að hugsa og meira í að sjá og skilja í einhvers konar hugleiðsluástandi. Ég hef oft leyst einhvern vanda með því að fara út að hlaupa, þá sé ég bara hvað ég þarf að gera og hvernig er hægt að leysa eitthvað sem þarf á lausn að halda. Ég hef aldrei náð því jafn vel eins og þegar ég er búin að vera lengi úti að hlaupa.“ Ákveðin sálarrækt Það jafnast ekkert á við vímuástandið sem fylgir því að sigrast á sjálfum sér. „Maður fer í vímu þegar maður er búinn að hlaupa í einhverja klukkutíma. Maður er í breyttu ástandi sem er ofboðslega gott og heilbrigt. Manni finnst maður geta allt. Það er ekkert sem kemst í líkingu við það.“ Erla segir að hún finni ekki fyrir þessari tilfinningu við hlaup á hlaupabretti, eina sameiginlega með hlaupi í líkamsrækt og úti í víðáttunni sé líkamshreyfingin en ekkert annað. „Ég hef prófað það einu sinni og fékk nákvæmlega ekkert út úr því. Þú færð ekki sömu upplifun og að hlaupa undir berum himni með næstum ofskammti af súrefni. Það er miklu heilnæmara og áhrifameira fyrir sálina. Það er eiginlega ákveðin sálarrækt.“Oft hefur Erla leyst einhvern persónulegan vanda á hlaupunum.FRÉTTABLAÐIÐ/Anton BrinkÁrið 1993 flutti Erla til Suður-Afríku og bjó þar í fimm ár. Þar í landi eru hlaup alla daga vikunnar einhvers staðar að sögn Erlu. „Suður-Afríka er land langhlauparans. Þá fór ég að hlaupa hálfmaraþon út um allt, ég hef hlaupið alveg marga tugi af hálfum maraþonum.“ Það er eflaust öðruvísi upplifun að hlaupa í víðáttumiklum eyðimörkum Suður-Afríku og í íslenskri náttúru. Sjálf segist Erla aldrei hafa verið upptekin af sjónrænu útliti og náttúrufegurð. „Ég er miklu meira fyrir stemninguna. Eitthvert ákveðið andrúmsloft í hlaupinu. Það hljómar kannski skringilega en ég elska mest að hlaupa þar sem er mikil auðn. Þar sem ekkert er.“ Í Suður-Afríku hljóp Erla mestmegnis í dreifbýlinu þar sem ekkert var nema einstaka runni. Erla segist þar að auki eiga erfitt með að blanda félagslífi og hlaupum saman og kýs helst vera ein. „Ég elska að hlaupa þar sem er vítt í allar áttir og enginn nema ég. Ég vil síður hlaupa þar sem eitthvað er nálægt mér eins og gróður eða fólk.“Óttaðist ekki hýenurnar Í auðninni í Suður-Afríku þar sem Erla hljóp reglulega dvöldust hýenur í stórum hópum. Þó þær geti verið mjög hættulegar segir Erla að sér hafi aldrei stafað ógn af þeim. „Ég sá þær og þær fylgdust með mér, en þær komu aldrei nálægt mér. Það voru margir rosalega hræddir við þær og allir sögðu að ég væri kolrugluð að hlaupa á þessu svæði.“ Fyrir utan það voru fátækrabúðir fyrir nokkur þúsund manns sem bjuggu í pappakössum í auðninni þar sem var mikið um læti og glæpi. Erlu var sagt að hún væri að stofna lífi sínu í hættu með því að hlaupa þarna fram hjá, en eins og með hýenurnar segist Erla aldrei hafa verið hrædd. „Ég hljóp þarna fram hjá á hverjum degi og vinkaði.“ Seinna átti Erla eftir að rekast á fólk úr þessum búðum sem sagði henni að hún hafi verið þekkt sem „the crazy white lady“ eða klikkaða hvíta konan. „Ég hljóp alltaf alein þarna fram hjá og líka þegar það var komið myrkur. En ég held ég hafi öðlast einhverja samkennd meðal þeirra sem bjuggu þarna því ég sýndi þeim að ég væri ekkert hrædd við þau.“ Á hlaupunum átti Erla eftir að eignast vin sem bjó í búðunum. Einn daginn lenti hún í því að maður kom hlaupandi á eftir henni. „Fyrst var ég hrædd um að nú ætti loksins að fara að gera mér eitthvað. En hann byrjaði að hlaupa með mér. Hann hafði aldrei stundað nein hlaup og var forvitinn, fór að tala við mig og spurði mig hvort hann mætti hlaupa áfram mér við hlið. Ég hélt það nú. Seinna keypti ég aðgang handa honum í einhver maraþon.“Hér er Erla rétt hjá fátækrabúðunum sem hún hljóp daglega framhjá.Hljóp í tæpan hálfan sólarhring Það var enn snemma á hlaupaferlinum þegar Erla meiddist á hásin. „Ég gætti ekki alveg að álaginu, fór að bólgna í kringum hásin og var illa stödd með það. Þá hélt ég að ég myndi aldrei geta hlaupið aftur. Eftir að ég lauk meðferð við hálsvöðvunum spurði ég lækninn hvort ég gæti einhvern tímann hlaupið aftur. Þá brosti læknirinn við og sagði að ég gæti þess vegna hlaupið Comrades-maraþonið ef ég vildi.“ Við þessu rak Erla upp stór augu. Comrades-maraþonið er 90 kílómetra langhlaup sem krefst strangrar þjálfunar og viðurkenningar áður en þátttakendur geta skráð sig. Meðal hlaupara hafði Erla oft heyrt talað um Comrades-maraþonið, en fyrst um sinn hugsaði hún sér ekki að leggja í það. „Ég átti vin sem hafði hlaupið Comrades-maraþonið 15 ár í röð. Hann var rosalegur hlaupari og stakk upp á þessu við mig. Þennan dag þá var einhverju fræi sáð og hugmyndin lét mig ekki í friði. Á endanum byrjaði ég að æfa markvisst til að geta hlaupið þessa 90 kílómetra.“Þessi mynd er tekin þegar Erla hljóp Comrades-hlaupið sem hún kláraði á tæpum sólarhring.Erla varði 18 mánuðum í að þjálfa sig fyrir hlaupið. Til þess er meðal annars krafist að hlaupa þrjú, valin maraþon og ná að hlaupa maraþon á innan við fjórum og hálfri klukkustund. Hún náði á endanum að hlaupa maraþon á innan við fjórum tímum „Ég vissi ekki hvort ég myndi hafa þetta, það var svo erfitt.“ Það var svo árið 1997 sem Erla hljóp fyrst íslenskra kvenna Comrades-hlaupið á tíu og hálfri klukkustund. Veggurinn er engin mýta Aðspurð hvort hún haldi að allir geti hlaupið langhlaup segist hún ekki trúa því heldur vita að allir geti gert það. „Ef mann langar það nógu mikið. Mann verður að langa nógu mikið að komast í markið því það er alls konar mótlæti á leiðinni. Þegar maður hleypur í fjóra klukkustundir eða lengur, ég tala nú ekki um í tíu og hálfa klukkustund eins og ég gerði, þá lendir maður á þessum fræga vegg. Hann er engin mýta. Hugurinn segir þér bara að gleyma þessu. Þannig að maður þarf að þrá það meira en allt að komast í mark. Það er það eina sem maður þarf.“ Óþarfi að keppast Á hlaupaferlinum hefur Erla lært að fyrir henni snýst hlaupið ekki um að vinna titla eða að klára á ákveðnum tíma. Hún hafi reynt eftir hvatningu annarra að bæta hraðann, „en þá fannst mér þetta ekki lengur gott og gaman. Þannig að ég hætti að reyna það.“ Fyrir Erlu snúast hlaupin um úthaldið. „Það að geta verið lengi úti að hlaupa. Æfingarprógrammið fyrir Comrades-hlaupið snerist ekki um hraða heldur hversu marga klukkutíma ég gat hlaupið í einu.“ Erlu finnst keppnisskap áberandi meðal íslenskra hlaupara. „Kannski af því að við erum fámenn þjóð og þekkjum hvert annað, ég veit það ekki.“ Erla segir við þá sem eru ekki að keppa um efstu sætin eða eru aftarlega í hlaupinu að reyna að njóta þess að hlaupa. „Ef þú ert að hlaupa langhlaup, sem er mikið þrekvirki, gleymdu öllum samanburði við aðra. Helst að hlaupa bara á þeim hraða þar sem maður getur haldið uppi samræðum og tempra hlaupið þannig að maður komi sterkur í markið. Ekki klára hlaupið alveg í rústi.“ Sjálf skoðaði hún yfirleitt markið í því hlaupi sem hún ætlaði að taka þátt í áður en hlaupið hófst, til að geta séð sjálfa sig fyrir sér koma sterka og brosandi í mark.
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira