Kátur með Íslandsferðina þrátt fyrir myglaðan ost í Bónus Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2019 08:51 Rúmlega 700 þúsund manns hafa nú þegar séð Íslandsævintýri Derek Gerard, og um leið myglaða oststykkið. Skjáskot Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring. Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring.
Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira