Sjáðu stuðið og skíðagleraugun þegar bandarísku stelpurnar fögnuðu HM-titlinum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:00 Það var gaman hjá bandarísku stelpunum eftir sigurinn í gær. AP/David Vincent Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í gær og stelpurnar böðuðu sig í sviðsljósi ljósmyndara og sjónvarpsvéla á vellinum en það var líka brjálað stuð á þeim inn í klefa. Bandaríska liðið vann 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en liðið vann alla leiki sína á mótinu og setti nýtt markamet á HM kvenna. Frakkar og Englendingar stóðu í þeim í útsláttarkeppninni en bandaríska liðið var mun sterkara en Evrópumeistarar Hollendinga í úrslitaleiknum. Bandarísku stelpurnar kunna líka að fagna flottum sigrum eins og sjá mér hér fyrir neðan á myndbrotum af fjörinu inn í klefa eftir leik. Stelpurnar sjálfar tóku upp fagnaðarlætin og settu inn á sína samfélagsmiðla. Bandaríska knattspyrnusambandið tók þessi myndbrot síðan saman og setti saman í myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.pic.twitter.com/uJfnwamUTo — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019when the presser holds you back... so you’re welcomed in style. pic.twitter.com/8w9rioUxCd — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019 Þær bandarísku voru að sjálfsögðu með kampavínið á lofti og þær voru líka við öllu búnar þar. Stelpurnar voru allar með skrautleg skíðagleraugu eins og er orðin tískan í dag í fagnaðarlátum sem þessum. Enginn vakti þó meira athygli en Alex Morgan sem dansaði með eftirminnilegum hætti inn í klefa eftir leikinn. Hún tók þar „twerk“ dansinn með stæl. Morgan er ein af leikmönnum liðsins sem var með þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í gær og stelpurnar böðuðu sig í sviðsljósi ljósmyndara og sjónvarpsvéla á vellinum en það var líka brjálað stuð á þeim inn í klefa. Bandaríska liðið vann 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en liðið vann alla leiki sína á mótinu og setti nýtt markamet á HM kvenna. Frakkar og Englendingar stóðu í þeim í útsláttarkeppninni en bandaríska liðið var mun sterkara en Evrópumeistarar Hollendinga í úrslitaleiknum. Bandarísku stelpurnar kunna líka að fagna flottum sigrum eins og sjá mér hér fyrir neðan á myndbrotum af fjörinu inn í klefa eftir leik. Stelpurnar sjálfar tóku upp fagnaðarlætin og settu inn á sína samfélagsmiðla. Bandaríska knattspyrnusambandið tók þessi myndbrot síðan saman og setti saman í myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.pic.twitter.com/uJfnwamUTo — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019when the presser holds you back... so you’re welcomed in style. pic.twitter.com/8w9rioUxCd — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019 Þær bandarísku voru að sjálfsögðu með kampavínið á lofti og þær voru líka við öllu búnar þar. Stelpurnar voru allar með skrautleg skíðagleraugu eins og er orðin tískan í dag í fagnaðarlátum sem þessum. Enginn vakti þó meira athygli en Alex Morgan sem dansaði með eftirminnilegum hætti inn í klefa eftir leikinn. Hún tók þar „twerk“ dansinn með stæl. Morgan er ein af leikmönnum liðsins sem var með þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira