Skítleg framkoma Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 10:00 Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun