Keppast um Íslandsmet og gull á hverju móti en eru bestu vinkonur Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 19:30 Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Hlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tíana Ósk Whitworth fóru á kostum á sterku unglingamóti í Þýskalandi á dögunum. Þær hlupu fjórum sinnum undir Íslandsmeti sem hafði ekki verið slegið í fimmtán ár. Á mótinu í Þýskalandi byrjaði Tíana Ósk á því að slá Íslandsmetið í undanrásunum með því að hlaupa á 11,57 sekúndum. Það liðu ekki nema tveir tímar er Guðbjörg Jóna var búin að slá það met er hún kom sú fyrsta í mark í úrslitahlaupinu. Guðbjörg hljóp þá á 11,56 sekúndum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við stelpurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þær segja frábært að æfa með hvor annarri. „Ég held að það haldi mjög margir að við séum ekki vinkonur en við æfum saman á hverjum einasta degi og erum bestu vinkonur,“ sagði Tíana Ósk og hélt áfram: „Það er ótrúlega þægilegt að geta verið að keppa við hvor aðra á hverri einustu æfingu. Þannig að maður sé alltaf að fá þessa keppni. Þetta virkar mjög vel fyrir okkur að hafa hvor aðra. Ég veit ekki hvort ég væri að bæta mig svona mikið ef ég væri ekki alltaf að æfa með Guðbjörgu.“ Guðbjörg Jóna tekur í svipaðan streng og segir keppnisskapið mikið. Þær keyri hvor aðra algjörlega út. „Við ýtum hvor annari áfram á öllum æfingum. Meira að segja lyftingaræfingum. Ef hún nær sinni bestu lyftu, þá þarf ég einnig að bæta mig. Þetta er ógeðslega gott,“ bætti Guðbjörg við. Framundan er Evrópumót unglinga og ef litið er á listann fyrir mótið er ljóst að okkar stelpur eiga mikinn möguleika á að næla í verðlaun þar. „Ég ætla að komast í úrslit. Miðað við Evrópulistann þá erum við báðar mjög ofarlega, í 100 metra og 200 metra. Mig langar að komast í úrslit og það er markmiðið. Allt betra en það er geggjað,“ sagði Guðbjörg en ætlar Tíana að bæta Íslandsmet Guðbjargar úti? „Maður veit aldrei. Auðvitað er Íslandsmetið alltaf markmiðið og ég stefni auðvitað að því en maður veit aldrei hvað gerist í hlaupunum. Það getur allt gerst. Ég stefni á að hlaupa mitt besta hlaup og gera mitt besta,“ sagði Tíana. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira