Skoðun

Ekki skemma miðbæinn

Kolbrún Baldursdóttir skrifar
Framkvæmdir í miðborginni hafa leitt til þess að hún er að missa sjarmann. Áður sást víða yfir sundin en núna skyggja byggingar á útsýni. Úr borginni flýja rekstraraðilar og margir forðast að koma í bæinn nema til að sækja skemmtanalífið. Niðurstöður Zenter rannsókna staðfesta þetta ásamt almennri óánægju með framkvæmdir og breytingar.

Mistekist hefur að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti. Þess í stað eru götur miðbæjarins þrengdar, þeim lokað og illa skipulagðar ljósastýringar og hraðahindranir settar upp. Nú er búið að hrekja stóran hluta reksturs úr miðbænum og sækja Miðbæingar meira verslun í Vesturbæinn. Mýrargata og Hringbraut eru sprungnar. Beygjuljósið við Geirsgötu logar í allt of stuttan tíma og veldur töfum við Hringbrautina.

Hvernig getur bærinn orðið fyrir alla?

Til að gera miðbæinn líflegan verður hann að vera fyrir alla, hafa aðgengi fyrir alla, sama með hvaða leiðum þeir koma. Lengi var ekki byggt nægjanlega í Reykjavík og fjöldi fólks ýmist heimilislaust eða fór annað. Nú er ofgnótt af dýrum íbúðum sem ekki seljast á meðan mörg hundruð bíða eftir hagkvæmu eða félagslegu húsnæði.

Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur um hvernig létta má á umferð og bæta aðgengi en þær felldar eða vísað frá. Ein stærstu mistök meirihlutans eru að hugsa ekki fyrir þörfum allra. Hér þarf að koma inn ný hugsun sem er sú að minnka tafir fyrir alla, líka þá sem eru á bílum. Ferð hvers einstaklings skiptir máli.

Borgarlína á að leysa vandann en mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvar liggur hún, hvernig farartæki er hún og hvernig knúin? Hvað kostar að reka borgarlínu og hver á að reka hana?

Vandinn er núna og á honum þarf að taka. Nýta þarf tæknina til að auka umferðarflæði. Setja stýrikerfi á umferðarljós sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins. Nota tölvukerfi til að mæla flæðið, hindranir og tafir. Að hindra aðgengi eða refsa bíleigendum með aukinni gjald- og skattlagningu er ekki leiðin.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×