Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:00 Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33