Syndaskattar Katrín Atladóttir skrifar 1. júlí 2019 07:00 Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun